Spurt og svarað

28. janúar 2015

Egglosverkir!

Sæl, getur þú upplýst mig um egglosverki. Ég er farin að fá þá, en mismikla. Er ekki að taka nein lyf til að hjálpa til við egglos, heldur hefur þetta bara verið að koma síðustu mánuði. Finn voða lítið um þetta. Kv. E


Heil og sæl, verkir við egglos eru eðlilegir verkir sem að sumar konur finna fyrir þegar egglos verður. Egglos er 14 dögum fyrir upphaf blæðinga. Þessir verkir geta verið allt frá því að vera  smá seiðingur í að vera talsverð óþægindi.  Yfirleitt finnst þetta aðeins öðru megin eða þeim megin sem egglosið er. Verkirnir/óþægindin geta verið mismikil milli mánaða.
Þegar eggið þroskast er það umlukið vökva en í egglosinu fer þessi vökvi ásamt egginu og stundum smáblóði út úr eggbúinu. Þó að ekki sé nákvæmlega vitað hvað veldur egglosverk þá er talið að vökvinn og blóðið sem koma úr eggbúinu valdi ertingu í kviðnum og valdi þannig verk. Verkurinn hverfur svo þegar líkaminn hefur uppsogað vökvann.
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28.01.2015
 
 


 
 

 

 
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.