Spurt og svarað

08. apríl 2008

Ekkert egglos

Sæl

Takk fyrir góðan vef.
Ég er 24 ára og hef verið á pillunni (mercilon) í 7 ár. Ég hætti á henni fyrir um 2 mánuðum og hef ekki fengið egglos enn skv. egglosprófum - en hringurinn er samt 29 dagar stabílt (sem sagt tveir hringir liðnir). Hvað á maður að láta marga egglosfría hringi líða áður en maður kíkir til læknis? Er eðlilegt að tíðahringurinn sé 29 dagar en samt að ekkert egglos verði? Hef lesið mér til um að eftir nokkur ár á pillunni sé eðlilegt að blæðingar séu óreglulegar og það taki líkamann einhvern tíma til að jafna sig, en hvað er eðlilegt að maður sé án eggloss lengi? Er komin með fullt af hryllingsmyndum í hausinn um að ég sé bara ófrjó eftir þessi 7 ár á pillunni.

Fyrirfram þökk fyrir svör.

Komdu sæl

Þú skalt ekki vera hrædd um að vera orðin ófrjó eftir þessi ár á pillunni. En þú þarft að gefa líkamanum tíma til að jafna sig og það getur tekið að minnsta kosti 3 mánuði, jafnvel lengur. Þú skalt líka athuga hvort þú ert örugglega að gera egglosprófið rétt.  Áhyggjur og stress geta líka haft áhrif á egglos og blæðingar þannig að gott er að geta aðeins slakað á. Ef ekkert er farið að gerast eftir 6 mánuði væri sniðugt að leita til kvensjúkdómalæknis.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í janúar 2020
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.