Spurt og svarað

07. júlí 2004

Er að reyna...

Hæ hæ!

langar að spyrja smá.  Ég og kærastinn minn erum að reyna að eignast barn. Ég byrjaði á blæðingum síðast 14. júní og hætti 18 júní en fór alveg 5 daga fram yfir og var að spá í egglosinu. Við viljum ekki missa úr svo að við bara reynum alla daga og búin að reyna alla vikuna. Eru miklar líkur á að þetta takist hjá okkur?  Svo ætlum við bara að halda áfram í viku í viðbót til að missa ekki af egglosinu - veit ég get ekki treyst á að ég fái það á 14 degi. Eru einhver fleiri ráð sem getið gefið mér?

.......................................................

Komdu sæl!

Hjá konu sem er með 28 daga reglulegan tíðarhring verður egglos á 14. degi tíðarhrings, og þá reiknar maður 1. dag síðustu blæðinga sem fyrsta dag tíðarhringsins. Ef parið vill búa til barn þá  þurfa þau að hafa samfarir á þeim tíma sem egglos verður. Sæðisfrumur geta þó lifað eftir að þær eru komnar inn í konuna í 2-3 daga og því getur orðið frjóvgun þó svo að samfarir fari ekki fram nákvæmlega þann dag sem egglosið er.

Í apótekum er hægt að kaupa próf sem segja manni hvenær egglos er. Þau eru yfirleitt á svipuðum stað og þungunarprófin. Einnig getur grunn líkamshitamæling hjá konunni sagt til um hvenær egglos veður. Í stuttu máli þá þarf konan að mæla hjá sér hita í endaþarm á hverjum morgni áður en hún fer fram úr. Byrjað er að mæla þegar blæðingar enda,  hitinn ætti þá að vera nokkuð stöðugur í nokkra daga, en þegar egglos verður lækkar hitinn örlítið en hækkar svo strax daginn eftir og verður hærri en hann var þegar byrjað var að mæla, og þannig er hægt að finna út hvenær egglos verður.

Gangi þér vel!

Halla Björg Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir - 7. júlí 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.