Er ég of ung?

24.08.2009

Halló!

Ég er 21 árs og er búin að vera í sambandi í 3 ár. Hann er i traustri vinnu og ég er að byrja í meistara í fjarnámi. Hann er 4 árum eldri en ég og við erum búin að vera tala um að eignast barn í meira en ár. Mig finnst ég vera tilbúin og honum líka. Ætti ég að bíða lengur? Er 21 árs finn aldur til að byrja reyna?

Vona að mér verði svarað eða gefin ráð.

Takk Takk.


Sæl og blessuð!

Ef þið bæði eruð tilbúin andlega og tilfinningalega til að eignast barn og þá er ekki eftir neinu að bíða því þið eruð núna á mjög góðum aldri líkamlega séð til að hefja barneignir.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. ágúst 2009.