Fólínsýra

04.05.2015

Sæl/l. Ég hafði eina pælingu með vítamín en ég keypti í dag bæði "fjölvítamín fyrir konur" og "fólinsýru" frá merkinu "Nutra". Þegar ég kom heim og fór að lesa utan um pakkningarnar sá ég að það er eitthvað af "fólinsýru" í fjölvítamíninu en mér var ráðlagt að taka inn "fólinsýru" til að auka líkur á þungun. Er ekki í lagi að taka bæði inn fjölvítamínið og fólinsýruna eða er ég þá að taka inn of mikla fólinsýru?

 

Heil og sæl, ég er ekki með upplýsingar um hve mikið magn af fólínsýru er í þessum töflum en það er nær óhugsandi að taka ofskammt af fólini svo að þér er óhætt að taka bæði ef þú vilt. Gangi þér vel.

 Bestu kveðjur
Áslaug V. ljósmóðir