Spurt og svarað

04. maí 2015

Fólínsýra

Sæl/l. Ég hafði eina pælingu með vítamín en ég keypti í dag bæði "fjölvítamín fyrir konur" og "fólinsýru" frá merkinu "Nutra". Þegar ég kom heim og fór að lesa utan um pakkningarnar sá ég að það er eitthvað af "fólinsýru" í fjölvítamíninu en mér var ráðlagt að taka inn "fólinsýru" til að auka líkur á þungun. Er ekki í lagi að taka bæði inn fjölvítamínið og fólinsýruna eða er ég þá að taka inn of mikla fólinsýru?

 

Heil og sæl, ég er ekki með upplýsingar um hve mikið magn af fólínsýru er í þessum töflum en það er nær óhugsandi að taka ofskammt af fólini svo að þér er óhætt að taka bæði ef þú vilt. Gangi þér vel.

 Bestu kveðjur
Áslaug V. ljósmóðir
 
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.