Spurt og svarað

12. apríl 2008

Fólínsýruskortur

Sæl!

Ég var í blóðprufu þar sem kom í ljós að ég var mjög lág í fólati. Hef pínu áhyggjur af þessu þar sem ég hygg á frekari barneignir. Er að taka fólínsýru og borða hollan mat. Hef áhyggjur ef ég yrði ófrísk hvort það hefði áhrif á þroska barnsins. Ég á þegar tvö heilbrigð börn. Getið þið eitthvað leiðbeint mér með þetta.

Kær kveðja, Kristrún.

Sæl og blessuð!

Fólínsýruskortur getur verið orsök fyrir alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fóstursins, s.s. klofnum hrygg, heilaleysi og vatnshöfði. Það er því gott að þú veist af þessum skorti þá getur þú brugðist við því með inntöku á fólínsýru. Það eru sum lyf og sum sumir sjúkdómar sem eyða upp fólínsýru. Þú ættir að ræða þetta við þann lækni sem ákvað að þú færir í þessar blóðprufur til að fá frekari skýringar.

Venjulegur skammtur fyrir barnshafandi konur á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar (reyndar fyrir allar konur á barneignaraldri) er 400 µg (0,4 mg) á dag. Konum sem hins vegar er hætt við fólínsýruskorti vegna lyfjainntöku eða sjúkdóma er ráðlagt að taka 5 mg á dag. Hægt er að fá fólínsýru í 5 mg. töflum en slíkar töflur er lyfseðilsskyldar.

Kveðja, Anna Sigríður Vernharðsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.