Fósturlát eftir keisara

24.01.2011

Sælar kæru ljósmæður.Takk kærlega fyrir þennan frábæra vef.

Nú leita ég til ykkar, þar sem ég virðist ekki finna neitt efni tengt fóstuláti og fyrrum keisarafæðingar.   Þar sem mín
fyrsta meðganga endaði með bráðakeisara og vinkonur mínar hafa verið að segja mér að meiri líkur séu á því að næsta meðganga gæti endað með fósturláti, þar sem legveggurinn er ekki jafn sterkur og þar frameftir götum.  Tek það fram að ég er ekki ófrísk eins og er, en er það í myndun á næsta árinu.  Á ég ekkert að hlusta á þetta, eða er eitthvað til í þessu hjá
þeim?Komdu sæl.

Það eru ekki tengsl milli keisara og fósturláta seinna meir. Hins vegar ertu í meiri áhættu í næstu fæðingu þar sem ör er á legveggnum þínum.  Það verður því fylgst sérstaklega vel með þér þegar kemur að fæðingunni sjálfri.  Ekkert er þó því til fyrirstöðu að þú fæðir eðlilega um leggöng.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. janúar 2011.