Frumubreytingar og barneignir

18.10.2012

Góðan daginn og takk fyrir góðar upplýsingar á þessari frábæru síðu.
Ég er að velta fyrir mér með frumubreytingar og barneignir, ég greindist með vægar frumbreytingar í mars sl. og fór þá leghálsspeglun. Ég fór aftur í skoðun í september og var þá ennþá með vægar frumubreytingar. Ég þarf þó ekki að koma í skoðun fyrr en eftir 6 mánuði. Ég og maðurinn minn tókum ákvörðun í sumar um að byrja að huga að barneignum (fyrsta barn). Það hefur ekki heppnast ennþá en við erum að velta fyrir okkur hvort að það sé ráðlagt að bíða með að reyna við barneignir þangað til eftir næstu skoðun, þ.e. í 6 mánuði? Eða hvort að það sé í lagi ef ég verð ófrísk áður en ég þarf að koma í skoðun?
Bestu kveðjurSæl!
Hér á vefnum hefur nánast samskonar fyrirspurn verið svarað, ef slegið er inn „frumubreytingar“ í leitina í spurt og svarað er þar einnig að finna nokkur svör við tengdum fyrirspurnum um keiluskurð og leghálssaum(cerclage).

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
18. október 2012