Spurt og svarað

11. janúar 2008

Fullnæging og frjóvgun

Gott að geta leitað hingað. Ég er með smá vangaveltur og þetta er of vandræðalegt til að tala um við nokkurn mann. Ég á eitt barn fyrir og ég man að þegar ég fékk fullnægingu gengin 11 vikur á leið þá fékk ég kröftuga fullnægingu og í kjölfarið fylgdi frekar fersk blæðing og ég hélt ég myndi missa fóstrið og var kreppt af samviskubiti. Ég fór upp á spítala
í skoðun en þá var allt í lagi og mér var sagt að það væri að teygjast á leginu en allt í lagi með fóstrið. Í dag á ég heilbrigt barn.

Nú er ég að reyna að eignast mitt annað barn, ég er hugsanlega ólétt þar sem ég fékk ljósa línu á þungunarprófi í gærmorgun (það er reyndar ekki alveg orðið tímabært að fá marktæka niðurstöðu því ég ætti þá að vera gengin svo stutt en mun taka aftur próf eftir 3 daga og þá ætti þetta að vera marktækt) en í gærkvöldi fékk ég fullnægingu með manninum mínum og í dag er ég með túrverki og fékk neikvætt á óléttuprófi í morgun.

Getur verið að egg hafi verið búið að festa sig en við fullnægingu þá hafi það rifnað frá legveggnum. Ég veit þetta er asnaleg spurning en ég óttast að fá fullnægingu og að það geti verið ástæðan fyrir því að ég verð ekki ólétt svo glatt núna þar sem við erum að reyna. Ég fæ fullnægingu á hverju kvöldi (með manninum mínum eða sjálfri mér) áður en ég fer að sofa því mér finnst það hjálpa mér að sofna fljótt. Er einhver möguleiki að það geti truflað þetta frjóvgunarferli? Ef svo er þá er ég steinhætt þessu :)  en allt er mjög eðlilegt, hef egglos og blæðingar og það er allt í góðu.
En fór að velta fyrir mér hvort fullnægingar geti hindrað eitthvað t.d. að fruman nái að festa sig ef svo hittir að ég sé akkúrat að fá fullnægingu eða eitthvað, eða jafnvel veldur því að konur geta misst fóstur :-/
með fyrirfram þökk
mamman

 


 

 Komdu sæl

Ég hef aldrei heyrt það eða lesið að fullnæging geti haft neikvæð áhrif á frjóvgun.  Frekar að hún geti hjálpað til með auknu blóðflæði og að eggið nái að losna frá eggjastokknum.  Vissulega verða samdrættir í leginu við fullnægingu en þeir standa stutt yfir og eru varla það kröftugir að þeir geti losað egg sem er að grafa sig inn í legvegginn.  Eggið tekur líka langan tíma til að festa sig þannig að það er ekkert að gerast bara þegar þú færð fullnægingu. 

Ég held að þú ættir ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
11. janúar 2008
 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.