Fullnæging og getnaður

28.10.2008

Er það rétt að maður verði frekar óléttur ef maður fær fullnægingu við getnað?  Ég meina eru litlar líkur á því að maður verði óléttur ef maður fær ekki fullnægingu?  Ég hef nefninlega aldrei fengið fullnægingu með karlmanni en mig langar að verða ólétt núna með kærastanum mínum og er farin að pæla í allskonar ástæðum fyrir því afhverju ég hef ekkert orðið ólétt :/


Komdu sæl

Nei það er alls ekki þannig að það séu litlar líkur til að verða ólétt ef þú færð ekki fullnægingu.  Það er eðlilegt að það taki langan tíma jafnvel eitt til tvö ár að geta barn og margir þættir sem geta komið þar inní eins og stress, líkamleg heilsa, neysluvenjur og fleira. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28.október 2008.