Spurt og svarað

28. október 2008

Fullnæging og getnaður

Er það rétt að maður verði frekar óléttur ef maður fær fullnægingu við getnað? Ég meina eru litlar líkur á því að maður verði óléttur ef maður fær ekki fullnægingu? Ég hef nefninlega aldrei fengið fullnægingu með karlmanni en mig langar að verða ólétt núna með kærastanum mínum og er farin að pæla í allskonar ástæðum fyrir því afhverju ég hef ekkert orðið ólétt :/

Komdu sæl

Nei það er alls ekki þannig að það séu litlar líkur til að verða ólétt ef þú færð ekki fullnægingu. Það er eðlilegt að það taki langan tíma jafnvel eitt til tvö ár að geta barn og margir þættir geta spilað þar inní eins og stress, líkamleg heilsa, neysluvenjur og fleira. Ef þið hafið reynt í ár eða lengur væri rétt að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.