Fyrir getnað

31.01.2007

Sæl,
Ég og maðurinn minn erum að spá í að fara í það að "búa til" okkar fyrsta barn. Ég er á pillunni og prufaði að hætta á henni fyrir áramót, en fór bara á fyrstu blæðingarnar eftir að ég hætti að taka pilluna en svo ekkert aftur. Læknirinn minn sagði mér að byrja bara aftur á pillunni og það hefur virkað vel. Ég ætti kanski að taka það fram að ég tek pilluna alltaf
í 2 mánuði í einu. Þar að auki þá var ég ekki með reglulegar blæðingar áður en ég byrjaði á pillunni fyrir nokkuð mörgum árum. Er eitthvað sem ég þarf að hafa sérstaklega i huga fyrir getnað, og getur það reynst mér erfiðara að verða ófrísk ef ég hef ekki reglulegar blæðingar? Getur einnig sagt mér eitthvað um fólasín? Er alveg nauðsynlegt að taka það inn 4 vikum
fyrir getnað eða er nóg að gera það rétt viku eða minna áður en ég stefni í að geta barnið?

Takk fyrir.


 
Komdu sæl

Það er mjög algengt að blæðingar séu óreglulegar fyrst eftir að kona hættir á pillunni.  Þar sem þú hefur þar að auki verið með órelulegar blæðingar er líklegt að þú verðir það áfram.  Þú þarft því að hafa í huga að það getur tekið lengri tíma að verða ólétt heldur en hjá þeim sem hafa reglulegar blæðingar. 

Það sem þarf að hafa í huga fyrir getnað er hollt mataræði, hreyfing og heilsusamlegir lifnaðarhættir (það á nú alltaf við en sérstaklega núna).  Gott er að taka Fólinsýru því hún dregur úr líkunum á fósturgöllum og sumir segja að konur á barneignaraldri ættu að taka hana að staðaldri svo ég mundi ráðleggja þér að byrja bara að taka hana strax og þú hættir á pillunni, ef ekki fyrr.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
31.01.2007
.