Fyrsti dagur síðustu blæðinga

08.05.2015

Hæ hæ. Ég og maðurinn minn erum byrjuð að reyna að eignast barn. Ég hætti á pillunni eftir þann 16.apríl, ég byrjaði síðan á blæðingum 19.apríl. Ég hef alltaf verið mjög regluleg, svo egglos hefði átt að eiga stað hjá mér um síðustu helgi eða 1-2-3 maí. Ég hef verið að afla mér upplýsinga, og er að pæla í hvort meðgangan hefist þegar tíðahringurinn byrjar, ef ég er til dæmis orðin ófrísk núna byrjar maður þá að telja fyrstu vikuna fyrsta daginn sem ég byrjaði síðast á blæðingum? Þótt egglosið hafi ekki átt sér stað fyrr en 2 vikum eftir það og væntanlega hefur eggið þá komið? Núna hef ég fengið verki neðst í kviðinn á morgnana, reyndar ekki oft. Það eru enn 10 dagar þangað til ég á að byrja næst á blæðingum svo óléttuprófin eru ekki farin að gefa nákvæmt svar. Er ég mögulega ófrísk? Og ef svo er, byrjar maður þá að telja fyrsta dag síðustu blæðinga? Svo ef ég er ófrísk þá væri ég komin sirka rúmlega 2 vikur :)


Heil og sæl, þú ert ekki farin að fá þungunareinkenni þó að þú værir ófrísk. Ef þið hafið haft samfarir þegar egglos er þá er möguleiki á þungun en það er sjaldnast sem að konur verða ófrískar í fyrsta hring eftir að þær hætta á pillunni. Já það er rétt að þungun er alltaf talin frá fyrsta degi síðustu blæðinga. Gangi þér vel.