Endajaxlataka

15.03.2015

Sælar ljósmæður, ég var að velta fyrir mér, ég er kominn 11v og 3 daga er í lagi að fara i endajaxlatöku? Það þarf líklega að skera og því fylgir sýklalyf og bólgu,eyðandi og allur pakkinn, er eitthvað sem þarf að forðast?

 

Heil og sæl, það er ekki gott að taka bólgueyðandi eins og t.d. ibufen á meðgöngu. Það er mikilvægt að þú látir tannlækninn þinn vita af því að þú sért ólétt. Hann veit hvað ber að varast.

 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
15. mars 2015