Spurt og svarað

25. febrúar 2004

Getur kona verið ófrísk þó svo það komi ekkert fram á prufu?

Getur kona verið ófrísk þó svo það komi ekkert fram á prufu? Við vinkonurnar vorum að ræða saman um daginn og þá kom í ljós að ein okkar væri komin 2 vikur fram yfir blæðingar en ekkert kom fram á prufu. Núna eru liðnar 4 vikur og ekkert gerist hjá henni, hvorki blæðingar né lína og er hún búin að taka 5 prufur. Er möguleiki á því að þetta sé lítið kríli að dafna?

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Mjög ólíklegt er að vinkona þín sé þunguð. Flest þungunarpróf eru 98% örugg ef þau eru framkvæmd á réttan hátt. Ýmsar ástæður geta verið fyrir tíðastoppi aðrar en þungun. Mikið líkamlegt og andlegt álag, næringarskortur og kvíði svo eitthvað sé nefnt. Ef vinkona þín er ekki enn byrjuð á blæðingum, myndi ég ráðleggja henni að leita til síns kvensjúkdómalæknis ef hún hefur áhyggjur af þessu.

Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, 25. febrúar 2004.
Yfirfarið í desember 2019
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.