Geðlyf og getnaður

15.04.2008

Ég er að taka geðlyfið Seroquel og svefnlyfið Imovane að staðaldri og ég veit að ekki má nota þessi lyf á meðgöngu. En geta þessi lyf komið í veg fyrir getnað?

Ein í barneignarhugleiðingum.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Ég gat hvergi fundið í þeim gögnum sem ég leitaði í að þessi lyf gætu komið í veg fyrir getnað.  Ég ráðlegg þér þó að ræða við þinn lækni sem ávísaði þessum lyfjum fyrir þig.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. apríl 2008.