Hár blóðþrýstingur og tvíburameðganga

25.04.2010

Við hjónin fórum í glasafrjóvgun fyrir nokkrum árum og eignuðumst þannig einkabarn okkar. Nú stefnum við á uppsetningu fósturvísa sem við eigum í frysti og því langar mig að spyrja ykkur um álit varðandi væntanlega meðgöngu, ef vel gengur. Ég fékk mjög háan blóðþrýsting undir lok síðustu meðgöngu sem endaði með sjúkrahúslegu og lyfjagjöf eftir fæðingu. Þetta var þó ekki meðgöngueitrun en það tók mig nokkra mánuði að ná aftur eðlilegum blóðþrýsting, en nú er hann í góðu lagi. Væri mikil áhætta fólgin í tvíburameðgöngu fyrir mig með þessa sögu? Væri skynsamlegra að nýta einungis annan fósturvísinn af tveimur vegna þessa? Ég fór í bráðakeisara síðast. Hefur það einhver áhrif á tvíburameðgöngu ef til kæmi? Mér þætti vænt um að fá einhverjar ráðleggingar, þar sem það væri virkilega stór ákvörðun að nýta ekki annan fósturvísinn (þeir eru frystir saman).

Með kærri þökk fyrir góðan vef.


Sæl og blessuð!

Það er best fyrir ykkur að ræða þetta við lækninn ykkar sem sér um ykkar mál varðandi uppsetninguna og fá ráðleggingar þar.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. apríl 2010.