Spurt og svarað

14. janúar 2015

Hlaupabólan - bólusetning?

Halló!
Ég og maðurinn minn ætlum okkur að reyna eignast barn, eftir að vinkona mín sagðist hafa þurft að fara í bólusetningu gegn rauðum hundum fyrir meðgöngu fór ég að hugsa hvort það væri nauðsynlegt fyrir mig að fara í bólusetningu gegn hlaupabólunni? Það er ekki víst að ég hafi fengið hana sem barn og þar sem ég umgengst mikið af börnum dagsdaglega vil ég ekki vilja taka sénsinn á neinu :)

Bestu kveðjur

Sæl vertu,

Rauðir hundar geta valdið fósturskemmdum og því er nauðsynlegt að vera bólusettur gegn þeim. Í fyrstu skoðun í mæðravernd er athugað hvort að mótefni mælist gegn rauðum hundum. Í ungbarnavernd er bólusett gegn þeim við 18 mánaða aldur og aftur við 12 ára aldur. Varðandi hlaupabóluna er líklegt að þú sért búin að fá hana, flestir fullorðnir hafa fengið hana. Það er sjaldgæft að smitast af hlaupabólu á meðgöngu. Bresk rannsókn sýnir að 0.3% þungaðra kvenna þar fá hlaupabólu og í langflestum tilfellum er það hættulaust. Þó getur hlaupabóla á meðgöngu orsakað einkenni, svolítið misjafnt eftir því á hvaða tímabili smitið verður. Þú getur því látið bólusetja þig til að vera alveg viss eða beðið um mótefnamælingu og farið eftir henni í sambandi við bólusetningu. Læt fylgja slóð með umfjöllun um hlaupabólu.

Gangi þér vel og bestu kveðjur, Áslaug Valsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.