Hormónameðferð og þungunarpróf

04.03.2015

Sælar og takk fyrir mjög svo gagnlegan vef! Mig langar að fá að vita hvenær öruggt er að taka þungunarpróf eftir hormónameðferð. Málið er að ég fór á hormónameðferð í des og eins og stendur í leiðbeiningum þá getur það haft áhrif á niðurstöður þegar þungunarpróf er tekið. Nú er ég búin að fá nokkur jákvæð próf (mjög næm) og svo prófaði ég að taka aðra tegund (ekki eins næmt) en það var neikvætt sem mér fannst mjög skrýtið því ég ætti þá að vera komin alveg 6v á leið Ég er með öll óléttueinkenni sem ég þekki eins og óglatt, lituð útferð,aum brjóst, brjóstsviði og höfuðverkur, sem ég las mér til að gæti alveg verið aukaverkanir af hormónameðferð (nema útferðin) en nú eru alveg 2 mán síðan ég hætti og langar að vita hvort að meðferðin geti ennþá verið að hafa áhrif en ef ekki hvað er þá í gangi hvað mynduð þið ráðleggja mér að gera. Fyrirfram þakkir

 
 
Heil og sæl, ég verð því miður að segja að ég er ekki alveg viss um hve lengi hormónameðferð þín getur haft áhrif á niðurstöður. Það kemur ekki fram í bréfinu þínu hvernig meðferð þetta er. Ég mundi ráðleggja þér að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og þeir eru mjög oft með sónartæki hjá sér og gætu skoðað þig og tekið af allan vafa. Ef þú hefur ekki tækifæri til að komast til læknis getur þú endurtekið þungunarprófið eftir viku. Svo er líka möguleiki fyrir þig að panta hjá ljósmóður á þinni heilsugæslustöð og ráðfæra þig við hana. Gangi þér vel.
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
4. mars 2015