Hreiðursblæðing

28.10.2014

Hæ,
Ég er 23 ára gömul stúlka og á eitt barn. Ég og maðurinn minn erum að reyna að fjölga okkur en hér kemur spurningin. Ég fór á mjög stuttar blæðingar frá 19. – 22. september, ég var viss um að þetta væri hreiðursblæðing, (ég er að taka Metformín til að auka líkur á óléttu) en núna á mánudaginn síðasta 20. október varð ég fyrir vonbrigðum þegar ég byrjaði á túr. Ég lét túrtappa en eina sem kom í tappann var útferð. Allt í allt á 4 dögum var þetta bara ein góð matskeið af blóði. Það kom bara blóð fyrstu 2 dagana og seinustu 2 dagana var útferðin alveg brún og mjög þykk. Ég er búin að vera að velta fyrir mér hvort þetta séu hreiðursblæðingar?
Komdu sæl,
Í fyrirspurninni þinni kemur ekki fram hvort þú sért búin að gera þungunarpróf. Fyrsta skrefið er að gera þungunarpróf sem er hægt að fá í stórmörkuðum og apótekum. Á heimasíðunni er grein um þungunarpróf sem gott er að lesa. Það er ómögulegt að segja til um hvort um hreiðurblæðingar er að ræða eða venjulegar stuttar blæðingar.
Gangi þér vel,


Með bestu kveðju,
Áslaug Valsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfæðingur,
28. október 2014.