Spurt og svarað

07. mars 2007

Hve lengi varir egglos?

Sælar!

Ég hef notað egglosmæli til að vita hvenær egglos er. Ég mæli mig á hverjum morgni á líklegu tímabili og þegar prófið er jákvætt reyni ég að verða þunguð. Ég hef heyrt að sæði geti lifað í 48 klukkustundir innan líkama konunnar en hvergi fengið upplýsingar um hversu langur tíminn er frá því að egg fer af stað og þar til sæði hefur misst af því. Þarf sæðið að vera komið á staðinn fyrir egglosið eða er nóg að reyna um morguninn sem egglosmælirinn sýnir jákvætt próf? Hvað með að kvöldi þess dags, er það of seint?

Með von um svör.

Fyrirfram þakkir og bestu kveðjur.Sæl og blessuð!

Það er rétt sem þú hefur heyrt að sæði getur lifað í u.þ.b. 48 klukkustundir í líkama konunnar. Eftir egglos er konan frjó í 10-15 klukkustundir. Til þess að þungun geti orðið þarf því sæði að komast inn í leggöng 48 tímum fyrir egglos eða innan 15 tíma eftir egglos. Þetta eru einungis viðmiðunartölur og auðvitað getur líftími sæðisfruma og eggfruma verið eitthvað breytilegur.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. mars 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.