Spurt og svarað

07. ágúst 2005

Hvenær varð getnaður?

Góðan daginn.
Fyrsti dagur síðustu blæðinga var 25. maí. Þegar blæðingar létu á sér standa í lok júní tók ég óléttupróf en fékk neikvætt og tók svo aftur próf um miðjan júlí en fékk aftur neikvætt. Síðan fyrir ca. 10 dögum fékk ég jákvætt þungunarpróf. Mér finnst þetta allt hálf furðulegt...getur verið að egglosi hafi seinkað?
Vona að þið getið gefið mér einhverjar skýringar á þessu og hvenær líklegast er að frjóvgun hafi átt sér stað.
Með fyrirfram þökk.

Góðann daginn.
 
Það getur verið að egglos hafi orðið seinna en þú áttir von á og þú sért því ekki komin eins langt og þú heldur. Ef þú hefur haft óreglulegar blæðingar fram að þessu þá er það kannski líklegasta skýringin. Það getur líka verið að þú hafir ekki gert þungunarprófin rétt t.d drukkið of mikið tvo tíma fyrir prófið og þess vegna fengið falska niðurstöðu. Það er því miður erfitt að segja hvers vegna hlutirnir eru svona eða hvenær þú hefur orðið ólétt en þetta eru svona tilgátur um það sem getur hafa gerst.
 
Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í janúar 2020
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.