Spurt og svarað

02. ágúst 2008

Hvernig er hægt að auka líkur á tvíburum?

Þessi spurning kann að hljóma skringilega, en mig langar að spyrja ykkur að því hvort það sé eitthvað sem ég og maðurinn minn getum gert til þess að auka líkurnar á því að geta tvíbura? Við eigum engin börn, höfum ekki reynt neitt á því sviði en það fer að líða að því að okkur langi til þess að fjölga í fjölskyldunni.


Sælar!

Það eru ýmsir erfða og faraldsfræðilegir þættir sem virðist hafa áhrif á tíðni tvíbura. Eins og að það séu tvíburar í fjölskyldu virðist auka líkurnar, tíðnin eykst með auknum aldri móður o.fl., einnig virðist hafa áhrif hvar á jörðinni fólk býr, lægsta tíðnin er í Asíu og hæsta tíðnin í Afríku. Það eru líka auknar líkur á að fá fjölbura eftir tæknifrjóvgun. Ég held að það sé best að láta náttúruna hafa sinn gang og það er yndislegt að fá einbura sem fyrsta barn vegna þess að það er mikið álag sem fylgir því að ganga með og tvíbura og einnig mikil vinna fyrstu mánuðina eftir fæðinguna. Auðvitað fylgir tvíburum mikil gleði og það er einstök upplifun að ala upp tvíbura.

Gangi þér vel.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi
2. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.