Kannabis og ófrjósemi

29.10.2008

Ég var búin að vera á pillunni í ca. 10 ár þegar ég hætti á henni fyrir hálfu ári, ég er orðin 25 ára og mér fannst bara tímabært að fara hætta á henni, mig langar að eignast barn, er kannski samt ekkert endilega sérstaklega að reyna það en er ekkert að koma í veg fyrir það heldur.  Ég á kærasta sem reykir kannabis daglega og fær sér bjór á næstum hverju kvöldi og nú er ég alveg komin með það á heilann að ég verði ekkert ólétt þegar lifnaðarhættirnir eru svona á honum og pæli líka í því hvort að eitthvað gæti orðið að barninu ef ég yrði ólétt.  Ég meina hvort hann gæti verið að skadda í sér sæðisfrumurnar með því að vera að þessu???  Svo náttúrlega fæ ég það líka á tilfinninguna að ég sé bara orðin ófrjó af því að hafa verið svona lengi á pillunni án hlés???  Það er hálft ár síðan ég hætti á henni og ekkert hefur gerst???  Geturðu vinsamlegast verið svo væn að svara mér þessu með ófrjósemina og lifnaðarhættina á kallinum mínum???

takktakk :*


Komdu sæl

Sumir telja að kannabis geti minnkað magn testosterons í líkama karlmanna sem aftur minnkar fjölda sáðfruma og getur gert þeim erfiðara fyrir að geta barn.  Einnig hefur verið talað um að virka efnið í kannabis (THC) geti truflað egglos hjá konum.  Pillan gerir konur ekki ófrjóar þó þær séu lengi á henni.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. október 2008.