Spurt og svarað

07. júní 2007

Keiluskurður fyrir meðgöngu

Sælar veri þið og takk fyrir frábæran vef,

Mig langar til að spyrja ykkur útí keiluskurð eins og hefur komið áður hérna fram, ég sé að ekki er mælt með því að konur verði þungaðar fyrr en 3 mánuðum eftir keiluskurð, hvað getur hugsanlega gerst ef kona verður ólétt innan þessa tíma? mánuði eftir eða 2 mánuðum eftir. Er það hættulegt fyrir konuna eða verður meðgangan erfiðari eða meiri líkur á fósturmissi?

Komdu sæl

Venjulega er talað um 3 mánuði til að gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig eftir keiluskurðinn, gróa vel og slíkt. Allar aðgerðir eru álag fyrir líkamann og gott að gefa honum tíma til að jafna sig áður en farið er út í meðgöngu sem hefur í för með sér mikið álag og miklar breytingar á líkamanum. Það er mjög misjafnt hversu mikið er tekið af leghálsinum í þessum aðgerðum og þar af leiðandi hvenær konan er tilbúin til að verða ólétt, en þetta er svona viðmiðunartala fyrir allar. Oftast gerist nú samt ekkert hættulegt þó konan verði ólétt fyrir þennan tíma. Það getur verið gott fyrir þig að ræða þetta við lækninn þinn sem veit meira um þitt persónulega mál og getur ráðlagt þér útfrá því.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.