Spurt og svarað

06. ágúst 2008

Langar að verða ólétt en er of þung

Sæl!

Mig langar að verða ólétt fljótlega en er allt of þung. Mig langar að vita hvernig er best að léttast um u.þ.b. 7- 15 kg á 1-2 mánuðum. Ég komin í 30 BMI og vildi komast í  25-27 BMI. Er í lagi að léttast á meðgöngu, er þá að meina að vera í sömu þyngd?


Sæl og blessuð!

Það er snjallt hjá þér að taka á málunum fyrir þungun og reyna svo að þyngjast ekki of mikið á meðgöngunni. Það er nú sennilega helst til of mikið að léttast um 15 kg. á 2 mánuðum en þú ættir að geta misst um 6-8 kg. á 2 mánuðum. Það er auðvitað margar leiðir til að grennast. Mörgum hefur gengið vel hjá dönsku vigtarráðgjöfunum og svo eru ýmis konar námskeið á líkamsræktarstöðunum svo og einkaþjálfarar sem hjálpa fólki að léttast. Þú verður að velja þá leið sem hentar þér best. Það virðist reynast fólki vel að hafa einhvers konar aðhald eins og að mæta á vigt reglulega og fá stuðning frá fagaðilum og öðrum sem eru í sömu sporum.

Þú getur lesið um þyngdaraukningu á meðgöngu og fyrirspurn um danska mataræðið hér á síðunni okkar.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. ágúst 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.