Spurt og svarað

22. september 2004

Lasin og langar í barn.

Okkur er farið að langa verulega í annað barn og rétti tímin ætti að vera um það bil núna ef þungun á að verða þennan mánuðinn (sem okkur langar mikið til). Málið er bara að ég er lasin, búin að vera með kvef og vöðva- beinverki sem því fylgir, og óþægindi í hálsi í mánuð. Ég er búin að vera passa matarræði mitt, taka fólinsýru og þess háttar. Geta veikindi mín haft áhrif á þroska barnsins eða meðgönguna. Ættum við að slá til eða verðum við að bíða í einn mánuð.

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég held að ykkur sé alveg óhætt að reyna núna ef þú treystir þér vegna lasleikans. Ég hef aldrei heyrt að svona veikindi hafi nein áhrif á fóstrið. Passaðu bara uppá að drekka vel og hugsa vel um þig.

Ég myndi einnig ráðleggja þér að leita læknis ef þú ert búin að vera með hálsbólgu og lasin í mánuð. Segðu honum bara frá því að þú sért hugsanlega þunguð þannig að hann láti þig fá sýklalyf við hæfi.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í desember 2019.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.