Lasin og langar í barn.

22.09.2004

Okkur er farið að langa verulega í annað barn, og rétti tímin ætti að vera um það bil núna ef þungun á að verða þennan mánuðinn (sem okkur langar mikið til). Málið er bara að ég er lasin, búin að vera með kvef og vöðva- beinverki sem því fylgir, og óþægindi í hálsi í mánuð. Ég er búin að vera passa matarræði mitt, taka fólinsýru og þess háttar. Geta veikindi mín haft áhrif á þroska barnsins eða meðgönguna. Ættum við að slá til eða verðum við að bíða í einn mánuð.

                      .....................................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég held að ykkur sé alveg óhætt að reyna núna ef þú treystir þér vegna lasleikans.  Ég hef aldrei heyrt það að svona veikindi hafi nein áhrif á barnið eða eigum við að segja fóstrið. 

Hins vegar ættir þú að leita læknis ef þú ert búin að vera með hálsbólgu og lasin í mánuð.  Segðu honum bara frá því að þú sért hugsanlega þunguð þannig að hann láti þig fá sýklalyf við hæfi.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.  22.09.2004.