Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
26. febrúar 2004
Get ég tekið eitthvað inn til þess að auka líkur á þungun?Hvenær í tíðahringnum er best að reyna?
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Mér vitanlega er ekkert eitt sem eykur líkur á þungun nema frjósemislyf sem læknir ávísar þegar par á í verulegum erfiðleikum með að eignast barn. Það er þó gott að huga að mataræði sínu, borða hollan mat og taka inn fólínsýru og D-vítamín.
Egglos verður um 14 dögum fyrir blæðingar svo dagarnir þar í kring eru vænlegastir til árangurs. Hægt er að fá í apótekum próf sem mælir hvenær egglos verður. Gangi þér vel.
Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 26.02.2004 Yfirfarið í desember 2019
Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.
Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.