Líkur á þungun

26.02.2004

Get ég tekið eitthvað inn til þess að auka líkur á þungun?
Hvenær í tíðahringnum er best að reyna?

......................................................................................................................................................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Mér vitanlega er ekkert eitt sem eykur líkur á þungun nema frjósemislyf sem læknir ávísar þegar par á í verulegum erfiðleikum með að eignast barn.  Það er þó gott að huga að mataræði sínu, borða hollan mat og hugsanlega taka vítamín, sérstaklega fólín þegar konur eru að reyna að verða barnshafandi. 

Egglos verður um 14 dögum fyrir blæðingar svo dagarnir þar í kring eru vænlegastir til árangurs.  Hægt er að fá í apótekum próf sem mælir hvenær egglos verður. 

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 26.02.2004