Spurt og svarað

26. mars 2007

Lykkjan og þungun

Góðan dag. Mér var bent á þessa síðu og að hér væri hægt að fá góð svör.

Þannig er nú mál með vexti að mig langar að eignast barn. Ég er með venjulega lykkju og búin að vera með hana í eitt ár. Ég læt taka úr mér lykkjuna 26 mars en reikna með að vera með egglos kringum 30 mars! Þarf legið tíma til að jafna sig eftir að lykkjan er tekin eða má strax reyna verða ólétt?

Með von um svör

Komdu sæl.

Ég er nú ekki alveg viss um hvaða lykkju þú kallar venjulega en ef það er koparlykkja þá hverfa áhrif hennar um leið og hún er tekin þannig að þú getur strax byrjað að reyna að verða ólétt. Ef þú ert með hormónalykkjuna þá má búast við að einhvern tíma taki fyrir öll hormón að fara úr líkamanum og að regla komist á þín hormón, en það ætti þó ekki að vera langur tími og þú getur orðið ólétt mjög fljótlega eftir að hún er tekin. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í janúar 2020

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.