Meðgöngueitrun og áhætta í næstu meðgöngu

26.05.2008

Sælar,

Ég fékk rosalega mikla meðgöngueitrun þegar ég var ólétt og eignaðist litla stelpu 11 vikum fyrir tímann. Það hefur allt gengið rosalega vel með hana. Hún er 15 mánað í dag og labbar út um allt :)

Hvernig er þetta með næstu meðgöngu er þetta mikil áhætta? það var sagt við mig að ég yrði að eignast annað barnið mitt á næstu 5 árum til að hafa meðgönguna sem öruggasta! ?  En það væri alltaf áhætta!

Ein svona að spá og soldið stressuð yfir þessu öllu !

kv. Fyrirburamamma


Komdu sæl

Jú það er aukin áhætta á að fá meðgöngueitrun aftur fyrst þú fékkst hana svona svæsna síðast.  Í næstu meðgöngu þarft þú að vera í auknu eftirliti vegna þessa.  Ég myndi ráðleggja þér að ræða þetta við lækninn þinn eða fæðingar og kvensjúkdómalækni en þú getur líka leitað í "ljáðu mér eyra" á kvennadeildinni til að ræða fyrri reynslu og áhættu í næstu meðgöngu.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
26. maí 2008.