Komdu sæl, barnakerling og til hamingju með barnið þitt!
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er öruggast fyrir móður og barn ef næsta meðganga hefst 1,5-5 árum eftir að fullburða barn er fætt. Þá eru minnstar líkur á fylgikvillum á meðgöngu og í fæðingu, svo sem blóðleysi og fyrirburafæðingu, svo dæmi séu tekin.
Til að frjóvgun getur orðið þarf hormónastarfssemi þín og tíðahringurinn jafnframt að vera kominn aftur í eðlilegt horf. Þú nefnir ekki brjóstagjöf en hafir þú barn þitt eingöngu á brjósti, eins og mælt er með í allt að sex mánuði, getur það ferli komið í veg fyrir egglos á meðan. Þar sem brjóstagjöfin er mikilvæg, bæði fyrir barnið þitt og sjálfa þig, get ég ekki mælt með því að þú dragir úr eða hættir með barnið á brjósti á þessum tímapunkti til að geta orðið barnshafnandi á ný. Þegar barnið þitt byrjar að fá fasta fæðu með brjóstagjöfinni á tímabilinu 4-6 mánaða, fer að líða lengra á milli gjafa hjá þér, þá er líklegt að tíðahringurinn hefji sína eðlilegu hringrás á ný og þú hefur möguleika á að verða barnshafandi. Mismunandi er þó á milli mjólkandi kvenna hvenær tíðahringurinn hefst á ný.
Kær kveðja, Kolbrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, 30. ágúst 2004
Yfirfarið í desember 2019