Neyðarpillan og áhyggjur

23.02.2015

 Hæ hæ, ég er búin að vera í algjöru stressi síðustu vikurnar.Ég hafði samfarir í lok desember og tók neyðarpilluna degi síðar. Ég fór svo í 4 tíma flug til útlanda í byrjun janúar og byrjaði svo á túr degi eftir að ég lendi semsagt 5 janúar, en á alltaf að vera á túr 20-22 hvers mánaðar. Stressið núna er það að ég hef ekki byrjað á túr ennþá nú! Gæti þetta verið áhrif frá fluginu og neyðarpillunni að rugla þessu öllu saman? Eða þungun? Kveðja ein stressuð.


Sæl ein stressuð, stundum kemst ójafnvægi á hormónastarfsemina og streita, ferðalög og pillan geta alveg spilað inn í það. Mér þykir frekar ólíklegt að þú sért þunguð en hvet þig til að gera þungunarpróf svo að þú getir útilokað það og gangir ekki með ástæðulausar áhyggjur. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23.feb.2015