Spurt og svarað

23. apríl 2007

Of gömul til að ganga með barn?

Hæ ég er 36 en verð 37 í sumar við hjónin erum að hugsa um að koma með eitt barn í viðbót, við eigum 2 saman en ég svo eitt og hann eitt. Mig langar meira í barn en hann og yngsta okkar er að verða 6 ára, Núna erum við búin að taka ákvörun um að eiga eitt í viðbót. En þá allt í einu fór ég að hugsa um er ég of gömul til að leggja á mig eitt barn í viðbót. Er meiri hætta að ég fæði ekki helbrigt barn? Vonandi verður mér svarað.
kveðja
Hekla Stefánsdóttir

Komdu sæl Hekla og takk fyrir að leita á ljósmóðir.is,
 
Margar konur á þínum aldri treysta sér í meðgöngu og fæða heilbrigt barn. Líkamlega hafa þó sumar konur tjáð að þær finni fyrir aldrinum á meðgöngunni í samanburði við að ganga með barn 20 ára, það er t.d. líklegra að þú verðir þreyttari nú heldur en þegar þú gekkst með þitt fyrsta barn. Þar að auki eru auknar líkur á ýmsum heilsufarskvillum hjá þunguðum konum yfir 35 ára, má þar nefna háþrýstingi, meðgöngueitrun, sykursýki, blóðsega, vaxtarskerðingu og fyrirburafæðingu. Líkur á litningagöllum hækka jafnframt með hækkandi aldri móður. En þrátt fyrir þetta eru líkurnar á að allt verði í lagi mun meiri.
 
Gangi þér vel,
Bestu kveðjur, Steinunn H.Blöndal, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.