Spurt og svarað

16. október 2006

Ófrjósemi

Hæ, hæ og takk fyrir frábæran vef, ég skoða hann mikið.

Þannig er mál með vexti að við kærastinn erum að reyna að eignast barn og erum buin að reyna í 10 mánuði og ekkert gerist. Ég er með alveg reglulegan tíðarhring alltaf 27 daga. Við erum duglega að stunda heimaleikfimina í kringum egglos og ég tek fólin og hann zink. Ég á eitt barn fyrir sem er að verða 5 ára og kom undir þegar ég gleymdi einni
pillu. Hann á ekkert barn fyrir. Ég fór til kvensa í júlí og allt var í góðu fullt af eggum og allt fullkomlega eðlilegt, en núna erum við orðin þreytt og leið á að ekkert gerist og kynlífið er bara farið að snúast í kringum þetta eitt að reyna að búa til barn. Ég var að spá hvort okkur væri ekki óhætt að fara aftur til kvennsa og fara þá bæði og biðja um
rannsóknir bæði sæðistest fyrir hann og blóðprufu fyrir mig. Vona að þið sjáið ykkur fært um að svara mér.


Hæ, hæ og takk fyrir að leita til okkar!

Jú, ykkur er alveg óhætt að leita læknis og um að gera að fara bæði. Á ArtMedica eru starfandi kvensjúkdómalæknar sem sérhæfa sig í rannsóknum og meðferðum við ófrjósemi svo það er ef til vill nærtækast að leita beint þangað.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. október 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.