Ófrjósemisaðgerð

21.07.2014

Sæl.
Er að spá,ég fór í ófrjósemisaðgerð fyrir um 3 árum og nú hefur verið mikil pæling hjá mér og nýja manninum mínum hvort við getum orðið ólétt, sem sagt eru einhverjar likur á að geta orðið ólétt eðlilega eða þarf að gera einhverjar aðrar ráðstafanir?Komdu sæl og takk fyrir bréfið þitt.
Þegar konur fara í ófrjósemisaðgerð er lokað fyrir eggjaleiðarana sem flytja frjóvgað egg niður í legið. Til að frjóvgun geti orðið eftir slíka aðgerð þarf annað hvort að tengja eggjaleiðarana saman aftur, eða fara í tæknifrjóvgun. Best er fyrir þig að tala við lækninn sem gerði ófrjósemisaðgerðina á þér og fá hann/hana til að segja þér hvort eða hversu miklar líkur séu á að slík endurtengingaraðgerð heppnist, eða hvort það borgi sig að reyna slíkt.

Gangi þér vel,
Björg Sigurðardóttir,
ljósmóðir,
21. júlí 2014.