Spurt og svarað

07. júní 2005

Pergotime

Sælar!

Ég ákvað nú að byrja á því að leita í spurt og svarað gagnabankanum ykkar en fann ekki það sem ég leitaði að.  Mig bráðvantar upplýsingar um Pergotime.  Eftir tvö fósturlát er tíðarhringurinn minn orðinn mjög langur (yfir 40 daga) og einnig nokkuð óreglulegur.  Ég er að fara að byrja að taka Pergotime fljótlega með það fyrir augum að koma reglu á tíðahringinn aftur og þar með talið egglos.  Hins vegar verð ég að viðurkenna það að ég er dálítið skelkuð þar sem ég hef verið að heyra sögur um að Pergotime geti ollið því að mörg egg losni í einu og auki þannig líkur á fjölburafæðingum.  Minn læknir virtist þó ekki hafa áhyggjur af því, alla vega minnist hann ekkert á það.  Þar sem ég hef líklega egglos, alla vega einhverja mánuði er þá kannski líklegra að fleiri egg losni í mínu tilfelli vegna Pergotime?

Kveðja.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er góð regla að kynna sér vel lyf áður en þau eru tekin inn og þú ættir að kynna þér vel þetta lyf áður en þú byrjar að taka það inn. Þú getur lesið allt um Pergotime á vef Lyfjastofnunar.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. júní 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.