Ráðgjöf um verðandi barneignir

10.08.2004

Svo langar mig að vita hvort konum gefst kostur á að hitta einhvern til að ræða og spyrja um verðandi barneignir þó þungun hefur ekki átt sér stað?

.....................................................................

Þessi spurning var sett fram í lokin á annarri fyrirspurn sem okkur barst hér á vefinn, en vegna þess hversu ólíkar þessar fyrirspurnir voru ákvað ég að svara henni hér sérstaklega.

Því miður er það ekki þannig að ljósmæður séu með viðtalstíma fyrir konur sem eru í barnseignarhugleiðingum þó það ætti fullan rétt á sér. 

Þú getur prófað að hafa samband við heilsugæslustöðina í þínu hverfi ef það er ljósmóðir þar og athuga hvort þú getur fengið tíma.  Þetta fer nú líka svolítið eftir eðli þess sem þú vilt ræða um þar að lútandi hver best er að leita.  Þú getur einnig rætt við fæðingar- og kvensjúkdómalækninn þinn ef þú ert með slíkan lækni eða þá heimilislækni.  Ef þetta er í sambandi við ótta við þungun eða fæðingu getur þú prófað að hafa samband við Ljáðu mér eyra hjá Landspítalanum en eins og ég sagði er svolítið erfitt að benda á einn ákveðinn aðila þar sem hægt er að ræða barneignir frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum! ;>

En endilega hafðu samband ef um er að ræða eitthvað sem við getum leyst úr fyrir þig.

Kær kveðja,

Guðrún Sigríður Ólafsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. ágúst 2004