Spurt og svarað

29. janúar 2004

Retin-A

Kæra ljósmóðir!
Vegna húðvandamála þurfti ég að nota húðgelið Retin-A í 10-11 mánuði. Ég hætti að nota það 6-8 vikum áður en ég varð ófrísk en hef samt áhyggjur af því að lyfið hafi safnast fyrir í líkamanum og geti haft skaðleg áhrif á fóstrið. Ég er komin 11 vikur á leið. Eru þetta kannski óþarfa áhyggjur?

...................................................................................................................................................

Eftirfarandi upplýsingar um lyfið Retin-A eru í Sérlyfjaskrá á vef Lyfjastofnunar http://www2.lyfjastofnun.is/Textaskjol/Rammar.htm

„Meðganga og brjóstagjöf: Reynsla af notkun lyfsins hjá þunguðum konum er takmörkuð. Einstaka tilkynningar eru til um fósturskaða hjá nýburum kvenna sem hafa verið meðhöndlaðar með tretínóíni á meðgöngu. Í afturvirkum rannsóknum á nýburum kvenna sem voru meðhöndlaðar með tretínóíni á fyrsta þriðjungi meðgöngu var ekki hærri tíðni fósturskaða miðað við nýbura kvenna úr sama hópi sem voru ekki meðhöndlaðar með tretínóíni. Til að gæta fyllstu varúðar á ekki að nota lyfið á fyrsta þriðjungi meðgöngu“

Með þessar upplýsingar í huga ættir þú ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.  Gangi þér vel!

Anna Sigríður Vernharðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, 29. janúar 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.