Spurt og svarað

04. október 2004

Reykingar við getnað

Er að reyna að verða ófrísk, og hætta að reykja. Langar að vita hvort það hafi geta skaðað barnið að hafa reykt við og fyrir getnað, er hætt að reykja núna.

                                 ..............................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er þekkt að reykingar á meðgöngu geta leitt til ýmiskonar vandamála eins og minna blóðstreymi til barnsins í móðurkviði og þar með minna súrefnisflæði, að barnið fæðist fyrir tímann, að það verði léttburi og einnig eru auknar líkur á ýmsum veikindum bæði hjá móður og barns.

Á heimilum þar sem er reykt,  eru börn í aukinni hættu á að deyja ungbarnadauða, fá lungnabólgu, asma, hálsbólgu, kvef, eyrnabólgu og fleira.

Það er því til mikils að vinna að hætta að reykja og ég óska þér til hamingju með að vera hætt. 

Ég hef hinsvegar hvergi rekist á neitt sem segir að þó þú hafir reykt fyrir getnað að það geti haft bein áhrif á barnið.  Það er samt oft þannig að þeir sem reykja, gera líka eitthvað annað sem er óhollt bæði fyrir sig og hugsanlega ófætt barn. Þetta getur verið til dæmis að borða ekki nógu næringarríkan mat. sem er mjög mikilvægt fyrir og á meðgöngu til að vera vel undirbúin undir það álag sem meðganga er á líkamann.

Þegar þú verður ófrísk segðu þá ljósmóðurinni þinni að þú sér nýhætt að reykja og fáðu stuðning hjá henni til að vera reyklaus áfram. 

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 04.10.2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.