Spurt og svarað

21. apríl 2015

Reyna að eignast barn!!

Hæ hæ. Mig langaði aðeins að forvitnast.  Ég og kærastinn minn höfum verið saman í 5 ár og langar að fara að eignast barn. Ég hef verið á pillunni í svona 5 ár. Tíðahringurinn hefur verið reglulegur eða hef oftast farið á blæðingar 4-5 dögum eftir að ég tek síðustu pillu og þær standa yfir í 4-5 daga. Ég hætti á pillunni fyrir 4-5 dögum síðan og við erum byrjuð að reyna. Ég hætti reyndar þegar það voru nokkrar pillur eftir. En svo núna er ég byrjuð á blæðingum. Hvernig virkar þetta? Er möguleiki að ég geti verið ólétt á þessum dögum sem ég var ekki á pillunni eða semsagt hætt á henni? Fer maður svo yfirleitt einu sinni á blæðingar? Eða get ég bara orðið ólétt þegar ég hef egglos? Hvenær getur maður tekið fyrst óléttupróf?


 
Heil og sæl, þú ert ekki ófrísk heldur með eðlilegar blæðingar. Það fer eftir því hve langur tíðahringurinn er hjá þér hvenær egglosið er. Getnaður verður í kring um egglosið og egglosið er alltaf 14 dögum á undan blæðingum. Þú getur tekið þungunarpróf nokkrum dögum eftir að þú áttar þig á að blæðingar hafa dottið út. Það fer svolítið eftir þungunarprófum hversu næm þau eru svo þú skal athuga það vel.
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmoðir og hjúkrunarfræðingur
21. apríl 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.