Spurt og svarað

27. apríl 2009

Sæðisfrumur

Góðan daginn.

Við hjónin erum að reyna að eignast barn. Við stundum yfirleitt kynlíf svona 5 sinnum í viku. Nú hef ég heyrt að þegar maður sé að reyna að eignast barn sé ekki gott að stunda kynlíf svona oft því færri sæðisfrumur séu í sæði mannsins ef hann fær oft sáðlát. Er þetta raunin, ættum við að draga úr kynlífinu á þeim tíma mánaðarins þegar litlar líkur eru á egglosi svo meiri líkur séu á getnaði þegar egglos er. 

Góðan dag.

Karlmaður framleiðir sæðisfrumur stöðugt allt lífið, þær safnast saman að einhverju leiti en fái karlmaðurinn ekki sáðlát eyðast þær með tímanum. Talið er að hámarksfjöldi sæðisfruma náist ef maðurinn fær ekki sáðlát í 2-3 daga. En þó að sæðismagn í ml og heildar sæðisfrumu fjöldi minnki við tíð sáðlát er gæði sæðisins og styrkleiki (fjöldi sæðisfrumna í ml) jafn mikill. Það er því ekki ástæða til þess að spara sæðisfrumurnar þangað til frjói tíminn kemur. 

Gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.