Sæðisfrumur

27.04.2009

Góðan daginn.

Við hjónin erum að reyna að eignast barn. Við stundum yfirleitt kynlíf svona 5 sinnum í viku. Nú hef ég heyrt að þegar maður sé að reyna að eignast barn sé ekki gott að stunda kynlíf svona oft því færri sæðisfrumur séu í sæði mannsins ef hann fær oft sáðlát. Er þetta raunin, ættum við að draga úr kynlífinu á þeim tíma mánaðarins þegar litlar líkur eru á egglosi svo meiri líkur séu á getnaði þegar egglos er. 


Góðan dag.

Karlmaður framleiðir sæðisfrumur stöðugt allt lífið, þær safnast saman að einhverju leiti en fái karlmaðurinn ekki sáðlát eyðast þær með tímanum.  Talið er að hámark sæðisfruma náist ef maðurinn fær ekki sáðlát í 2-3 daga.  Það gæti því verið hugmynd að "spara" sæðisfrumurnar 2 - 3 daga fyrir egglos.

Gangi ykkur vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
27. apríl 2009.