Sleipiefni og getnaður

28.05.2008

Mig langar að vita hvort sleipikrem s.s KY hafi einhver áhrif á það hvort ég verði þunguð eður ei.  Hef séð umræður á netinu um þetta en er ekki alveg að kokgleypa því sem sagt er þar.  Minnkar það líkurnar eða ekki?

 


Nei sleipiefni eins og KY hafa ekki áhrif á það hversu langan tíma það tekur að verða þunguð.  Þetta er vatnsleysanlegt efni og ekkert í því sem getur dregið úr líkunum þungun.  Þvert á móti getur þetta aukið líkurnar á að konan fái fullnægingu og hún hjálpar til við getnað.

Kveðja,

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. maí 2008.