Tíðahringurinn og getnaður

15.08.2005
Tíðahringurinn minn var óreglulegur áður en ég byrjaði á pillunni og hann er það núna líka. T.d var hringurinn 33 dagar og mánuðinn eftir var hann 36 dagar.  Getur þú sagt mér hvenær egglos er hjá mér og hvenær líklegast má eiga von á getnaði?
Með fyrirfram þökk
Ein að reyna :)
 
.................................................................
 
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Svona fyrirspurnum er erfitt að svara en við erum búnar að leggja mikið í að útbúa meðgöngureikni sem reiknar út hinar ýmsu dagsetningar meðgöngunnar.
 
Okkar ráð er að nota meðgöngureikninn og egglosapróf sem fást í apótekum.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
12.8.2005