Tourette og Orap

02.04.2007

Góðan dag.

Ég og maðurinn minn erum að reyna að eignast barn. Hann er með Tourette og tekur Orap við því sem er geðklofalyf. Ég er að velta því fyrir mér hvort þessi lyf hafa áhrif á sæði og hvort líkur á óheilbrigðu barni aukist þegar karlmaður er á lyfjum (ég er ekki á lyfjum). Einnig er ég að velta því fyrir mér hvort Tourette erfist.

Vonast eftir svörum og vil nota tækifærið til að hrósa frábærri síðu.


Sæl og blessuð!

Ég get því miður svara litlu hér. Í þeim upplýsingum sem ég fann um lyfið Orap kemur fram að ekki hafi verið gerðar nægar rannsóknir varðandi ófrjósemi. Ég hvet ykkur til að leita svara hjá þeim lækni sem ávísaði lyfinu því hann hefur örugglega allar þær upplýsingar um lyfið sem til eru.

Varðandi sjúkdóminn Tourette þá fann ég ítarlega umfjöllun á Vísindavef Háskóla Íslands sem ég vil benda ykkur á að lesa.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. apríl 2007.