Spurt og svarað

18. ágúst 2009

Tvisvar misst

Takk fyrir góðan vef!

Ég er þrítug og á eitt barn en hef svo lent í því í tvígang að missa fóstur eftir 10-11 vikur. Missti fyrst í janúar og svo aftur í júní. Í fyrra skiptið var ég mjög lasin með mikla ógleði og komst svo að því í 12 vikna sónar að ekki var allt eins og það átti að vera og var send beint í útskaf. Í seinna skiptið var ég minna lasin og hélt því að allt ætlaði að ganga betur en þá byrjaði að blæða í ca. 10 viku og þegar ég fór í skoðun á kvennadeildinni sást að fóstrið var farið. Mér var sagt að þetta hefði líklega bara verið einskær óheppni að svona fór í tvígang. Mig langar að spyrja ykkur hvort hægt sé að fara í rannsóknir til að útloka eitthvað eins og hormónaójafnvægi ofl.? Eða á maður bara að reyna aftur og vona það besta? Mér finnst nefnilega óþarfi að ganga í gegnum þetta einu sinni enn ef að eitthvað er mögulega hægt að gera til að fyrirbyggja það. Eins langar mig að spyrja hvenær ykkur finnst maður tilbúin aftur? Á ég að fara í skoðun hjá kvensjúkdómalækni aftur áður eða bara reyna aftur?

Takk aftur fyrir góðan vef!

 


Sæl

Ég held að það væri best fyrir þig að panta þér tíma hjá kvensjúkdómalækni til að ræða þín mál og fá góðar útskýringar.

Kær kveðja

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. ágúst 2009.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.