Twinrix bóluefni

09.08.2007

Sæl!

Ég var að fá mína þriðju sprautu af Twinrix í dag og mig langaði að vita hvort þetta lyf hafi mikil skaðleg áhrif. Okkur langar að fara byrja að reyna búa til barn og á 6 töflur af pilluspjaldinu mínu eftir. Er það í lagi eða á ég að halda áfram að taka pilluna? Svo það eru alveg 2 vikur og nokkrir dagar sem væri í fyrsta lagi möguleiki að barn yrði búið til miðað við tíðahringinn. Er það nógur langur tími?


Sæl og blessuð!

Bóluefni sem innihalda veiklaðar veirur hafa yfirleitt ekki skaðleg áhrif á fóstur og eru stundum notuð á meðgöngu. Í þeim upplýsingum sem ég fann um Twinrix er talað um að gæta varúðar við notkun á lyfsins á meðgöngu en það ekki talað um að ákveðinn tími þurfi að líða frá síðustu sprautu þar til konu sé óhætt að verða þunguð svo ég þori ekki að svara þessu með neinni vissu. Ef til vill getur þú fengið nákvæmari svör hjá þeim sem gaf þér sprauturnar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. ágúst 2007.