Spurt og svarað

21. apríl 2004

Utanlegsfóstur - hvenær er óhætt að reyna aftur?

Góðan dag!

Ég var ólétt í janúar okkur hjónum til mikillar ánægju. Fóstrið greindist því miður utanlegs og var fjarlægt fyrir 2 vikum. Hvenær er óhætt fyrir okkur að reyna aftur?

Kærar þakkir fyrir góðan vef.

Sæl vertu og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að segja hvenær þér er líkamlega óhætt að reyna aftur, það fer allt eftir umfangi aðgerðarinnar, svo ég skora á þig að leita til læknisins sem framkvæmdi aðgerðina með þessa spurningu. Að þurfa að binda endi á meðgöngu vegna þess að fóstrið er utanlegs og á sér ekki lífsvon, getur haft mikil tilfinningaleg áhrif á fólk svo ég hvet þig til að skoða þann þátt líka. Verið getur að þú sért tilbúin að byrja sem fyrst en það getur líka verið að þú sért enn í sorg og viðkvæm vegna þess sem gerst hefur. Hvort tveggja er eðlilegt og hvort sem er þá vona ég að ykkur gangi vel á næstu meðgöngu.

Inga Vala Jónsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, 21.04., 2004.
Yfirfarið í desember 2019

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.