Útferð með egglosi?

17.02.2005

Ég er með sting í kviðnum og brúna útferð,  ætti að byrja á blæðingum í næstu viku en gæti verið að þetta sé egglos og getur brún útferð og stingir fylgt egglosi? Ef ég væri ófrísk og frjóvgun átt sér stað nýlega, gæti verið að þetta sé þá fóstur að koma sér fyrir með þessum einkennum?

..................................................................

Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn.

Ef blæðingar eiga að byrja í næstu viku er ólíklegt að um egglos sé að ræða ef þú ert með u.þ.b. 28 daga reglulegan tíðahring. Þetta gæti hins vegar verið svokölluð hreiðurblæðing ef möguleiki er að þú sért þunguð. Ég vil benda þér á að lesa svar við fyrirspurn um Hreiðurblæðingu hér á síðunni.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
17. febrúar 2005.