Engin ljósmóðir á minni heilslugæslustöð

03.07.2007

Komið þið sæl!

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé eðlilegt að ég fái ekki að ganga til ljósmóður. Á minni heilsugæslu starfar víst engin ljósmóðir svo ég geng til hjúkrunarfræðings sem er mjög fín en mér finnst hún ekki hafa nógu mikla reynslu af mæðravernd og öllu sem henni við kemur. Ég hef t.d. spurningar sem hún á erfitt með að svara án þess að ráðfæra sig við annan aðila. Er þetta algengt? 


Sæl og blessuð!

Það eru starfandi ljósmæður á flestum heilsugæslustöðvum landsins svo ef það er ekki starfandi ljósmóðir á þinni heilsugæslustöð þá getur þú leitað á næstu stöð. Ljósmæður hafa mikla þekkingu á meðgöngu og öllu sem viðkemur barneignarferlinu og því er sjálfsagt að þú fáir að vera í mæðravernd hjá ljósmóður.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. júlí 2007.