Spurt og svarað

16. janúar 2008

Vanvirkur skjaldkirtill og önnur meðganga

Góðan daginn,

Ég fékk vanvirkan skjaldkirtil í kjölfar meðgöngu með fyrsta barnið mitt (það fæddist mánuð fyrir tímann). Núna hef ég hug á að fara að búa til annað barn og er að velta fyrir mér hvort sjúkdómur minn getur haft áhrif á getnað (er á lyfjum) og eins þegar ég verð ólétt hvort ég muni vera í hefðbundnu eftirliti eða hvort það sé virkara eftirlit.

Með fyrirfram þökk um svör.

Komdu sæl.

Skjaldkirtillinn hefur heilmikið að segja um líkamsstarfsemina almennt. Ef þú ert hinsvegar í góðu jafnvægi með lyfjunum sem þú ert að taka ættu að vera góðar líkur á að þú getir orðið ólétt. Stundum þarf að breyta skammtastærðum lyfja á meðgöngunni, en skjaldkirtilshormónin eru mæld amk 3x yfir meðgönguna. Ef gildin eru ekki innan marka sér heimilislæknir um að stilla lyfjaskammtinn af. Konur með vanstarfsemi skjaldkirtils geta verið í venjulegu eftirliti hjá ljósmóður á heilsugæslustöð en fylgst er vel með starfsemi skjalkirtilsins. Þannig að það væri góð hugmynd að heyra fljótlega í ljósmóður á þinni heilsugæslustöð.

Gangi þér vel. 

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.