Spurt og svarað

02. apríl 2013

Varðveisla naflastrengs

Góðan daginn.

Getið þið veitt okkur upplýsingar um hvort mögulegt sé að geyma naflastreng eftir fæðingu barns (vegna stofnfruma sem gætu nýst barninu síðar meir). Er eitthvað fyrirtæki sem tekur að sér slíka geymslu hér á landi?
Kærar þakkir fyrir góðan vef, Kristín.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Hér á Íslandi er ekkert fyrirtæki sem tekur að sér geymslu stofnfruma úr naflastreng enn sem komið er. Þó eru nokkur dæmi þess að það stofnfrumur séu teknar til geymslu hér á landi. Þegar fólk hefur óskað eftir að geyma stofnfrumur úr naflastreng hefur það alfarið séð sjálft um samskipti við þau fyrirtæki útí heimi sem sjá um slíka geymslu. Læknar og ljósmæður á fæðingardeildum landsins aðstoða svo með glöðu geði við að koma stofnfrumum í geymsluílátin sem fyrirtækið skaffar.
Gangi ykkur vel.

Með bestu kveðju, Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Yfirfarið í janúar 2020

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.